Við erum alltaf klár í ný og spennandi verkefni. Nýlega kláruðum við fyrir Truenorth svokallað Bíópay. Truenorth vantaði tímaskráningarkerfi fyrir starfsfólk sem starfar sem verktakar svo auðveldlega væri hægt að greiða út laun og senda skýrslur út á erlenda aðila.

Þeir leituðu til okkar og í sameiningum bjuggum við til Bíópay sem í dag heldur utan um launaskráningar og verkefnaskil starfsmanna TRUENORTH. Kerfið er gott dæmi um hvernig hægt er að sérsníða lausn á vefnum til að leysa úr upplýsingaþörf og nýta kerfi til að spara vinnu og auka gæði.

Smelltu hér til að fræðast betur um verkefnið.

Ef þú ert með hugmynd sem vantar að gera að veruleika ekki hika við að hafa samband. Það kostar ekkert að taka spjallið.