Þú getur treyst okkur
fyrir þínum kerfum

Þú getur treyst okkur fyrir þínum kerfum

Það skiptir ekki máli hvort kerfin eru hýst hjá PREMIS, hjá viðskiptavinum okkar eða í skýjaþjónustu, við sjáum um reksturinn.

Hýsingarumhverfi PREMIS er hýst í gagnaverum á okkar eigin búnaði sem við rekum og þjónustum eftir ströngum reglum.
Starfsemi PREMIS er með ISO 27001 upplýsingaöryggisvottun.

Það einfaldar vandasamt val.

Fáðu frían fund

PREMIS tengingar

Við tengjum viðskiptavini okkar á öruggan hátt við netið. PREMIS býður tengilausnir á okkar eigin netlagi fyrir allar stærðir fyrirtækja. Hvort sem þú ert með eina starfsstöð eða mörg útibú tengjum við það saman yfir lokað einkanet við hýsingarumhverfi PREMIS og síðan út á internetið.

Bókaðu frían fund og finnum saman leiðir til að hagræða í þínum tölvurekstri

Viltu komast með hausinn
upp í Microsoft-skýið?

Microsoft 365 er í dag öruggasta og besta leiðin til að nýta og nota Office, Outlook, Teams og önnur forrit frá Microsoft. PREMIS hjálpar sínum viðskiptavinum að velja réttu leiðina í áskriftum að Microsoft 365.

En við hjálpum ekki síður okkar viðskiptavinum að læra og nota þessar lausnir. Í fræðslugátt PREMIS er að finna einföld og þægileg kennslumyndbönd sem efla starfsmenn í notkun Microsoft lausna. Öryggisþjálfun PREMIS minnkar síðan hættuna á öryggisbrotum og gagnalekum.

Fáðu frían fund