Veflausnir PREMIS

Það væri hægt að segja að vefsíðan þín sé ígildi þíns traustasta starfsmanns. Hún stendur og kynnir vörurnar, fyrirtækið og starfsemina allan sólarhringinn, árið um kring, og tekur ekki einu sinni klósettpásu!

Við höfum verið að hanna og vefa vefsíður síðan 2003 og höfum yfirgripsmikla þekkingu á vefhönnun. Við eigum öflugt teymi sem smíðar vefsíður, innri vefi og sérsmíðaðar veflausnir. Við elskum nefnilega líka vefinn.

Nánar um veflausnir

PREMIS vefhýsing

Þarftu að láta hýsa vefsíðu fyrir þig? PREMIS er risastórt í hýsingum með yfir 3.000 vefsíður í vefhýsingu. PREMIS hýsir vefsíður í grænu hátæknigagnaveri THOR DC í Hafnarfirði. Allir netþjónar eru settir upp í tvöföldu umhverfi og afritaðir daglega.

Ertu hrikalega klár á tölvur eða flækist fyrir þér að pósta á Facebook? Við bjóðum upp á mismunandi þjónustustig og verðflokka. Ef þú þarft að endurnýja vefsíðu eða vantar ráðgjöf og þjónustu við rekstur og umhirðu vefsíðu þá getum við líka hjálpað.

Fáðu frían fund

Við elskum tölvukerfi

Allt frá stofnun árið 1999 höfum við lagt mikið upp úr því að veita okkar viðskiptavinum hlutlausa og hreinskilna ráðgjöf. Í dag treysta líka yfir 1.000 viðskiptavinir á okkur þegar kemur að rekstri tölvukerfa og þjónustu.

Okkar kjarni er nefnilega rekstur tölvukerfa og þaðan brennur okkar ástríða. Þú getur treyst því að við munum setja upp, reka og hugsa um þín kerfi eins og okkar eigin.

Nánar um kerfisrekstur

Kennsla, fræðsla
& innri starfsemi

Fjárfesting í menntun og þekkingu starfsmanna ber alltaf ríkan ávöxt. Öll fyrirtæki miðla þekkingu og fræðslu til sinna starfsmanna en mjög misjafnt er hvernig er haldið utan um þá fræðslu og kennslu. PREMIS býður fjölda tóla til að styðja við og efla innri starfsemi fyrirtækja.

Kynntu þér fræðslulausnir PREMIS