Í gær (17. mars 2021) settum við ársskýrslu Marel fyrir 2020. Það er gaman að segja frá því að þetta er 8. ársskýrslan sem við vinnum með Marel. Fyrstu ársskýrslurnar voru keyrðar á Dísil vefumsjónarkerfinu en síðustu 2 ársskýrslur notast Prismic og sett upp í Angular. Það er gaman að horfa til baka og líta yfir breytingar og þróun á þessum 8 ársskýrslum. Þó þær byggji að miklu leyti á sama grunni þá hefur á hverju ári verið gerðar einhverjar breytingar og stílfæringar.

PREMIS og Marel eru virkilega ánægð með útkomuna og óskum við Marel til hamingju með glæsilega ársskýrslu.

Prismic hefur verið að koma sterkt inn með headless CMS lausnum, enda gefur þetta góðan sveigjanleika og marga möguleika. PREMIS hefur góða reynslu af því að nota Prismic, hefur það meðal annars verið notað til að stýra efni í React Native appi.