Helstu upplýsingar

Hönnun Hönnun
PREMIS
Forritun Forritun
PREMIS
Fyrir Fyrir
Vefur Vefur

Einfalt & hratt

Við hjá PREMIS fáum oft verkefni frá fyrirtækjum þar sem nauðsynlegt er að koma kerfi á hlutina. Truenorth vantaði tímaskráningarkerfi fyrir starfsfólk sem starfar sem verktakar svo auðveldlega væri hægt að greiða út laun og senda skýrslur út á erlenda aðila.

Eftir góða undirbúningsvinnu okkar og Truenorth hófumst við handa við að smíða kerfi til þess að ná utan um þessa þætti. Ákveðið var að nota veflausn sem opin væri bæði í tölvum og farsímum og aðgangur væri til staðar svo lengi sem nettenging væri í boði. Kerfið er gott dæmi um hvernig hægt er að sérsníða lausn á vefnum til að leysa úr upplýsingaþörf og nýta kerfi til að spara vinnu og auka gæði.

Auðveld skráning
tíma

Miklu skipti fyrir Truenorth að kerfið væri auðvelt og þægilegt í notkun fyrir almenna notendur. Fyrir utan auðvitað að skila upplýsingum á greinilegan og réttan hátt til stjórnenda. Því var lögð áhersla á að kerfið væri hratt, notendaupplifun góð og að skalanleiki væri til staðar í farsíma og spjaldtölvum.

BioPay Samþykktarferli

Samþykktarferli tímaskráninga

Kerfið býður upp á samþykktarferli á tímum til að tryggja rétta skráningu starfsfólki.Þegar starfsfólk sendir inn tímaskýrslu fer sú skýrsla í samþykktarferli. Þar berst hún til næsta yfirmanns starfsmanns og verkefnastjóra.

Samþykktarferlið er stillanlegt og því hægt að hafa ekkert samþykktarferli upp í n-falt samþykki ef þörf er á því. Kerfið heldur svo utan um hverjir eru búnir að samþykkja og hvenær það er gert.

BioPay Rekjanleiki

Rekjanleiki aðgerða

Allar aðgerðir sem koma að skráningu tíma eru rekjanlegar niður á notenda og dagsetningu. Kerfið heldur því utan um fullkomna breytingasögu þegar það kemur að tímaskráningum.

Kerfið býður upp á þetta því stjórnendur og deildarstjórar geta breytt tímum hjá starfsfólki sínu til að stemma tíma af ef starfsmenn skrá röng gögn eða tíma. Þegar tímum er bætt við eða eytt er send tilkynning til eiganda tímaskýrslunnar og aðgerðin kemur fram í aðgerðasögu á tímaskýrslunni

BíóPay - Laun og skýrslur

Útreikningur á launum
& skýrslugerð

Kerfið heldur utan um að reikna út laun hjá starfsfólki. Mikil áhersla var lögð á réttleika útreikninga með ýmsum flóknum reiknireglum á launaútreikningum. Kerfið heldur utan um taxta starfsmanna, hvíldartíma, yfirvinnutíma, yfirvinnu taxta, og reiknar út laun sjálfkrafa út frá skráðum tímum.

Kerfið skilar síðan sérsniðinni skýrslu til að auðvelda skrifstofu Truenorth lífið. Einnig geta starfsmenn prentað út sína tímaskýrslu fyrir vikuna á stöðluðu formi.

BioPay Tæknin

Tæknin

Hvað er undir húddinu? Kerfið er hannað sem SPA framendi ofan á REST API lausn.

API var skrifaður í Laravel er hann stateless svo að framendinn er algjörlega einangraður frá bakendanum. Því er öll lógík í bakendanum einskorðuð við bakendann og truflar ekki virkni framendans. Framendi er síðan skrifaður í Angular og TypeScript með Sass fyrir stílun.

 API var skrifaður með tillitil til test driven development með um 150 feature test til að tryggja réttleika kerfisins. OpenAPI schema var skrifað fyrir hvert einasta vefþjónustukall svo hægt væri að skrifa typed request og response fyrir allar aðgerðir kerfisins og tryggja því að vefþjónustan fylgir réttu sniði.

 Sumsé, fullt af hestöflum.