Windows 7 stýrikerfið var mikil bylting á sínum tíma og náði yfir 50% markaðshlutdeild þegar mest lét. En allt hefur sinn tíma og þann 14. janúar 2020 lauk endanlega stuðningi við stýrikerfið af hálfu Microsoft. Núna er liðið heilt ár frá því en þrátt fyrir það eru enn tölvur sem keyra á Windows 7.

Það sem það þýðir að Microsoft hefur lokið stuðning er að það eru engir öryggisplástrar, hugbúnaðaruppfærslur eða tæknilegur stuðningur frá Microsoft lengur til staðar og hafa ekki verið í heilt ár. Einnig má gera ráð fyrir að aðrir hugbúnaðarframleiðendur séu löngu hættir að tryggja stuðning við Windows 7 í sínum vörum.


Mörgum kann að þykja þetta gamlar fréttir enda lágu þessar áætlanir Microsoft lengi legið fyrir og voru tímamörkin færð aftur nokkrum sinnum. Kannanir sýna hins vegar að enn er uppsett Windows 7 á yfir 15% tölva í heiminum sem notast við Windows hugbúnað. Á Íslandi eru sem betur fer betra ástand en um 3% tölva á Íslandi með Windows eru uppsettar með Windows 7.

Ljóst er að þarna er afar góður jarðvegur fyrir tölvuglæpi því tölvur með gömul stýrikerfi og hugbúnað geta opnað greiðan aðgang fyrir glæpamenn að kerfum og upplýsingum. Hafa þarf í huga að ekki einungis viðkomandi tölvur eru í hættu heldur geta þær virkað sem stökkpallur fyrir glæpamenn til að komast inn fyrir varnir og þannig fá aðgang að öðrum tölvum og miðlægum kerfum.


Mikilvægi þess að skipta út eða uppfæra tölvur með Windows 7, eða öðrum úreltum stýrikerfum eða hugbúnaði, verður seint nægjanlega vel ítrekað. Ekki má gleyma að þessi veikleiki er til staðar þar til síðasta eintakinu af Windows 7 er skipt út.

Við hjá PREMIS hjálpum fyrirtækjum að greina og leiðrétta öryggisgalla í tölvukerfum sínum. Bókaðu frían fund til að ræða hvernig PREMIS getur hjálpað þér að reka örugg og skilvirk tölvukerfi.