Krabbamein er einn skelfilegasti sjúkdómur sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir. Áhrif krabbameins á samfélagið eru gríðarlega mikil. Á hverju ári greinast til dæmis um 70 ungir einstaklingar með krabbamein og hefur það bæði áhrif á þann greinda sem og fjölmarga í kringum viðkomandi. Má þar nefna maka, foreldra, börn, vini, vandamenn og jafnvel vinnufélaga. Að meðaltali má gefa sér að krabbamein hafi djúpstæð áhrif á um 10 nána aðstandendur fyrir hvern sem greinist.

Í desember nálgaðist Kraftur stuðningsfélags ungs fólks PREMIS um hvort við vildum koma að vitundarvakningunni www.lifidernuna.is. PREMIS hefur áður stutt við starfsemi Krafts og það tók okkur ekki langan tíma að segja já við þessari beiðni. Auglýsingastofan Hvíta Húsið sá um hönnun og utanumhald við verkefnið og má geta þess að Hvíta Húsið gaf alla vinnu sína við verkefnið.

Við hjá PREMIS tókum að okkur að gera lendingarsíðu fyrir verkefnið þar sem hægt er að lesa nánar um verkefnið og styrkja samtökin. Einnig er hægt á síðunni að kynna sér þá einstaklinga sem krabbamein hjá ungum einstakling hefur haft áhrif á. Við hjá PREMIS ákváðum að gefa alla okkar vinnu við þetta verkefni, vanda til verka, og veita þar með málefninu okkar kraft.

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk 18-40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Þar má lesa sögur frá aðstandendum ungra einstaklinga á aldreinum 18 – 40 ára. Eins og áður sagði er fjöldi einstaklinga á Íslandi sem greinast á þeim aldrei um 70 manns. Á hverjum mánuði nýta 130 manns sér þjónustu Krafts og 50 manns að meðaltali þiggja styrki frá Kraft á hverju ári.

Við hvetjum alla til að skoða vefinn www.lifidernuna.is og láta ekki sitt eftir liggja að styðja við þetta mikilvæga málefni.