Þó enn megi finna ljósritunarvél á mörgum skrifstofum er mikilvægi hennar sem betur fer að minnka með hverju árinu. Ýmsar stafrænar lausnir hafa hægt og bítandi minnkað þörfina fyrir pappír, prentara, ljósritunarvélar og hverskyns pappírsgræjur. En þær eru þó ekki horfnar og enn er pappír töluvert mikið notaður í fyrirtækjum og stofnunum.

Pappírslaus skrifstofa hefur lengið verið á óskalista margra. Þegar fjöldi fyrirtæki sendi starfsmenn heim að vinna í vor kom síðan vel í ljós þörfin til að fjarlægja pappír og prentun út starfseminni.

Það er mikilvægt að fyrirtæki setji upp öfluga stefnu varðandi miðlæga geymslu og deilingu skjala. Gagnaöryggi og aðgengi starfsmanna að gögnum er lykil atriði í pappírslausum heimi.

Fjölmargar lausnir eru í boði til að halda utan um gögn og skjöl á miðlægan máta. Við hjá PREMIS bjóðum fyrirtækjum og stofnunum upp á heilstæða ráðgjöf og lausnir við skjalastýringu og hýsingarlausnir.