Vefsíður af öllum
stærðum og gerðum

PREMIS hefur komið að smíði yfir 500 vefsíðna síðan 2003. Það má því segja að við vitum hvað þarf til. Fyrsta skrefið er alltaf að þarfagreina verkefnið.

Við setjum okkur í spor notenda vefsíðu þinnar og veltum við því fyrir okkur hvað myndi gera lífið auðveldara fyrir þá? Spurningar eins og hvað er það fyrsta sem notandinn sér? Hver eru þau skilaboð sem þú vilt koma á framfæri? Er einföld leit það sem þarf eða þarf flóknari?

Hvort sem er um að ræða einfaldan þemu-vef eða flókna sérsmíði þá erum við rétti aðilinn í verkið.

Fáðu frían fund

Samfélagsmiðaður innri vefur

Mörg fyrirtæki nota svokallaða starfsmannavefi með góðum árangri. En oft breytist starfsmannavefurinn í staðnaðan safnhaug fyrir upplýsingar. En innri vefir þurfa ekki að vera leiðinlegir vefir sem starfsfólk nennir ekki inn á.

Við viljum hafa þetta skemmtilegt. Við viljum að starfsfólk hafi rödd í því samfélagi sem vinnustaðurinn er – í bland við mikilvægar upplýsingar og ferla sem starfsfólk þarf aðgang að. Við þekkjum öll hressu týpuna í fyrirtækinu, nú gefst henni tækifæri að deila sínum hressleika með öðrum starfsmönnum.

Það getur verið erfitt að sameina allar þarfir starfsmanna á einn stað, en okkur hefur tekist það! Innri vefurinn okkar er skrifaður af okkur og byggir á grunni sem hefur verið í stöðugri þróun frá 2008. Hægt er að tengjast starfsmannakerfum og kalla á upplýsingar þaðan svo ekki þarf að halda utan um starfsmannamál á tveimur, þremur eða guð má vita hvað mörgum stöðum.

Sérsmíðaðar veflausnir

Við skínum sérstaklega skært þegar einhver vill smá stæla á vefnum. Það er varla til það kerfi sem við höfum ekki tengt við annað og gert allskonar hundakúnstir. Innan marka almenns siðferðis og náttúrulögmála.

Ef þú ert með hugmynd eða pælingu um að tengja eitthvað við vefsíðuna þína eða annað kerfi settu þig í samband og við munum reyna að finna leiðina.

Árskýrslugerð par exelans

Vönduð og vel framsett árskýrsla á netinu er orðinn staðalbúnaður. Við höfum unnið árskýrslur á netinu fyrir mörg stærstu fyrirtækja á landinu og hreinlega elskum að búa þær til. Það er svo gaman að búa til gröf og súlurit þegar maður er vefhönnuður.