Helstu upplýsingar

Hönnun Hönnun
PREMIS
Forritun Forritun
PREMIS
Fyrir Fyrir

Árleg vitundar­vakning
& söfnunar­átak

Á hverju ári stendur Kraftur fyrir vitundarvakningu og söfnunarátaki. Um 70 ungir einstaklingar greinast á ári hverju með krabbamein. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk 18-40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Stuðningur
í verki

PREMIS vildi sýna stuðning í verki í þessu mikilvæga átaki sem Kraftur stendur fyrir. Við gerðum það með því að gefa vinnuna við uppsetningu á vefnum þeirra.

Frábært samstarf

Við uppsetningu á vefnum áttum við frábært samstarf með Hvíta húsinu og Krafti.

Allt myndefni og markaðsefni fyrir vefinn kom frá Hvíta húsinu. Útlit vefsins var gert í samráði við Hvíta húsið og Kraft.

Réttu tólin

Til tryggja hraða og skilvirka uppsetningu á vefnum var notast við Asana og Microsoft Teams. Með þessu var hægt að úthluta verkefnum og eiga hröð og góð samskipti.