Því hefur heyrst fleygt að á u.þ.b. 100 ára fresti gangi alvarlegar hörmungar yfir okkur jarðarbúa. Þó við vitum ekki hvort það sé óskrifuð regla þá vitum við öll hvaða hörmungar árið 2020 færði okkur.

Fyrir rúmum 100 árum herjaði Spænska veikin á jarðarbúa ásamt reyndar stríði og tilheyrandi hörmungum. Vonandi gengur núverandi farsótt fljótlega yfir og ekki minna en önnur 100 ár líði þar til við þurfum að takast á við vandamál af þessari stærðargráðu aftur. Óskandi er að tækniframfarir muni gera okkur betur í stakk búin til að takast á við viðlíka atburði.

Þó tæknin hafi ekki forðað okkur frá alvarlegum afleiðingum Covid 19 þá hefur tæknin víða hjálpað mikið, sérstaklega við að takast á við þær aðstæður sem við vorum sett í. Nægir þar að nefna alla fundina og viðburðina þar sem fólk „kom saman“ með hjálp fjarfundabúnaðar. Ljóst má vera að án þeirra tæknilausna sem þar hjálpuðu okkur hefði afleiðing samkomutakmarkanna og fjarlægðarmarka orðið enn verri.

Hvað getum við svo lært af þessu? Við hjá PREMIS teljum að mikilvægi góðra hópvinnulausna hafi komi vel í ljós. Samvinna með skjöl af ýmsum toga, samskipti maður á mann eða í stærri hópum og skipulag hópvinnu af ýmsum toga eru hluti af þeim áskorununum þar sem flækjustigið fékk alveg nýja vídd í faraldrinum. Margar lausnir voru dregnar upp á dekk til að hjálpa til við að mæta þessum áskornum. Væntanlega hafa þó fáar lausnir tekið viðlíka stökk í faraldrinum og Microsoft Teams. Fjarfundir, textaspjall, skjalavinnsla og flest annað sem hópvinnunni tilheyrir hefur verið leyst á auðveldan hátt með Teams.

Teams er hluti af Microsoft 365 vörulínunni þar sem m.a. sameinast kostir Office viðskiptahugbúnaðarins og öflugt skýjaumhverfi Microsoft. Mikil áhersla verður á áframhaldandi þróun þessarar vörulínu sem verður sífellt stærri þáttur í daglegum rekstri fjölda aðila. Líklegt má telja að einn af mikilvægari þáttum í hagræðingum næstu ára felist einmitt í skilvirkri innleiðingu þessara tæknilausna og annarra viðlíka.

Á nýju ári áformum við hjá PREMIS að leggja enn meiri áherslu á að styðja okkar viðskiptavini við að nýta Microsoft 365 á sem hagkvæmasta hátt. Skilvirk hópvinna, traust skjalaumsýsla, margvísleg sjálfvirkni auk öryggislausna af bestu gerð er meðal þess sem auðkennir Microsoft 365. En, eins og með allt annað, þá þarf að standa vel að innleiðingu Microsoft 365 ef útkoman á að vera raunveruleg verðmætaaukning.

Við hjá PREMIS horfum björtum augum til framtíðar og hlökkum til að veita enn betri þjónustu til okkar viðskiptavina á árinu 2021 .

🌟🎄🌟🎄🌟🌟🎄🌟🎄🌟🌟🎄🌟🎄🌟🌟🎄🌟🎄🌟🌟🎄🌟🎄🌟🌟🎄🌟