Eins og við öll vitum hefur Covid-19 faraldurinn haft töluverð áhrif á Íslandi og mögulegt er að áhrifin verði meiri en þegar hefur komið í ljós. Hér viljum við upplýsa okkar viðskiptavini um þær aðgerðir sem PREMIS hefur ráðist í til að tryggja rekstraröryggi Premis og þeirra kerfa og þjónustu sem við sjáum um fyrir okkar viðskiptavini.

Þær aðgerðir sem PREMIS hefur ráðist í eru eftirfarandi:

  1. Viðbragðsáætlanir vegna mögulegra sóttkvía hafa verið uppfærðar og prófaðar
  2. Breytingar hafa verið gerðar á vinnulagi starfsmanna til að forðast smit
  3. Starfsmenn sem þjónusta grunnkerfi PREMIS hafa fært vinnustöðvar sínar heim
  4. Tæknimenn sem vinna úti hjá viðskiptavinum PREMIS hafa fært vinnustöðvar sínar heim

Við hjá PREMIS munum fylgjast náið með framvindu mála og bregðast frekar við gerist það nauðsynlegt. Séu einhverjar spurning sem viðskiptavinir okkar hafa varðandi okkar viðbrögð og stöðu mála eru þeir hvattir til að hafa samband.