Núna í júlí flutti PREMIS starfsemi sína frá Holtavegi 10 yfir í Skútuvog 2 en það húsnæði hýsti áður starfsemi Vodafone um árabil. Við erum í óða önn að ganga frá öllu, tengja og koma í samt lag en flutningarnir gengu vel og við vonum að viðskiptavinir okkar hafi orðið lítið sem ekkert varir við þá.

PREMIS hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og var þörfin á varanlegu og góðu heimili orðin mikil. Við erum mjög ánægð með hvernig nýtt húsnæði hefur heppnast og teljum okkur nú bjóða okkar starfsmönnum upp á fyrirmyndar vinnuaðstöðu sem vonandi mun leiða til enn betri þjónustu við okkar viðskiptavini.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur í nýju húsnæði í Skútuvoginum við gott tækifæri.