Í dag fer í loftið ný vefsíða PREMIS. Síðan er það fyrsta sem birtist með nýrri markaðsásýnd sem við höfum verið að vinna að síðustu mánuði. Búið er að færa myndmerki PREMIS  í nútímalegri búning og draga betur fram symmetríu og ávalar línur í því. Einnig hafa litir vörumerkisins verið uppfærðir þannig að þeir henti betur til stafrænnar framsetningar.  

Á næstu misserum munum við færa þetta uppfærða merki og liti inn í starfsemi okkar. Við erum síðan með margt annað spennandi í pípunum sem verður gaman að deila viðskiptavinum og vinum þegar fram líða stundir.