Eins og verið hefur í fréttunum að undanförnu verða íslensk fyrirtæki og einstaklingar í síauknu mæli fyrir ýmsum tegundum netárása. Sérstaklega er farið að bera á árásum með góðri íslensku og sérþekkingu á Íslandi. Í mörgum tilfellum þarf ekki meira til en að starfsmaður ýti á hlekk í tölvupósti sem hleypir utan að komandi aðilum í viðkvæm gögn eins og

  • Lykilorð
  • Persónuleg gögn viðskiptavina
  • Upplýsingar um viðskiptavini
  • Banka- og greiðsluupplýsingar

Tölvuþrjótar geta t.d. náð að komast inn sem milliliður í póstsamskipti og geta þar sem dæmi breytt greiðsluupplýsingum, heimilað greiðslur eða þá komist að öðrum viðkvæmum upplýsingum. Möguleikarnir á að valda skaða eru fjölmargir.

PREMIS hefur mikla reynslu í að setja upp öflugar varnir við mörgum tegundum netárása og afritunarlausnir sem tryggja samfellu í rekstri komi til netárása eða annarra áfalla. Ekki síst er mikilvægt að huga að fræðslu starfsmanna og þar býður PREMIS upp á sérstaka öryggisþjálfun á netinu sem reynst hefur vinsæl.

Hafðu samband og fáðu okkur í PREMIS til að fara yfir þín netöryggismál.