Covid-19 hefur sannarlega breytt mörgu í samfélaginu. Sumar þeirra breytinga munu efalaust ganga til baka en aðrar eru komnar til að vera. Fjarvinna starfsmanna tók mikinn kipp í faraldrinum og það er ljóst að mörg fyrirtækja hafa uppgötvað að þau voru sveigjanlegri og átti auðveldara með að starfa í fjarvinnu en þau gerðu ráð fyrir.

Fjarvinna og fundir eru tímasparandi fyrir starfsmenn og munu verða hluti af því hvernig við störfum til framtíðar. Sérstaklega er það orðið mikilvægt að halda utan um verkefni og skjöl með markvissum hætti. Fyrirtæki þurfa að marka sér skýra stefnu í upplýsingatæknimálum og velja lausnir sem auðvelda starfsmönnum fjarvinnu og fjarsamstarf.

Microsoft Teams er leiðandi lausn til að halda utan um vinnustað hvort sem um er að ræða fjarvinnu, skjöl eða samskipti starfsmanna með bæði formlegum og óformlegum hætti.

  • Auðvelt er að taka fjarfundi með allt að 300 manns
  • Öflugar tengingar við Microsoft Office
  • Stofnaðu hóp um verkefni og allir eru með á nótunum
  • Óformlegt spjall minnkar áreiti á starfsmenn og léttir samskipti

Mörg tól standa fyrirtækjum til boða til að efla fjarvinnu og „fjarsamstarf“. Ekkert eitt tól sameinar þó eins margar lausnir á einu bretti eins og Microsoft Teams. Það besta er að það er til ókeypis leið til að nota forritið og átta sig á því hvort að það hentar áður en lagt er út í kostnað. Mörg fyrirtæki eru þó þegar með aðgang að Microsoft Teams í gegnum Microsoft 365 og því enginn auka kostnaður við að nýta Microsoft Teams – bara ávinningur.

PREMIS aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að innleiða Microsoft Teams í sinn rekstur og býður bæði upp á námskeið og stuðning við innleiðingu.