Hvað er MFA? Þessi skammstöfun stendur fyrir Multi-Factor Authentication eða fjölþætt sannvottun upp á íslensku. Fjölþætt sannvottun er notuð til þess að tryggja aðgang að reikningum eða kerfum sem geyma viðkvæm gögn eða þú vilt tryggja aðgang að sérstaklega.
Í grunninn kallar fjölþætt sannvottun á að tvö eða fleiri sönnunargögn séu framsett til þess að aðgangur sé veittur. Í flestum tilfellum er lykilorð eitt þeirra sönnungargagna en MFA kallar á viðbót við það.
Það eru til nokkuð margar leiðir til að ná fram fjölþættri sannvottun. Þar má nefna sem dæmi minnislykla , símaforrit og textaskilaboð. Flestir Íslendingar þekkja sem dæmi auðkennislykla sem nota þurfti til að skrá sig inn á heimabanka um langa hríð. Þeir eru dæmi um MFA auðkenningu.
Með auknum tölvuafbrotum hefur nauðsyn þess að nota fjölþætta sannvottun á mun fleiri stöðum en bara í heimabanka eða mikilvægustu kerfum. Með allflestum vefsvæðum er hægt að virkja MFA fyrir aðgang að þeim.
Vert er að hafa í huga að þrátt fyrir að aðgangsupplýsingar virðist lítilvægar er oft hægt að nota slíkan aðgang í ýmsum tilgangi og ná stjórn á öðrum kerfum eða upplýsingum. Það má því segja að í dag sé ráðlegt að virkja MFA á öllum þeim stöðum sem upp á það bjóða.
Við hjá PREMIS veitum fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf og aðstoð við að virkja MFA í sinni starfsemi og tryggja með því starfsemi sína eins og frekast er kostur. Eins býður PREMIS upp á sérstaka öryggisþjálfun á netinu fyrir starfsmenn.