Fátt hefur sprungið jafn kröftuglega út í fárinu og fjarfundir. Fjölmargar þjónustur hafa blómstrað sem aldrei fyrr í þessu ástandi en Microsoft Teams er þar væntanlega einn mesti hástökkvarinn. Microsoft hefur sýnt mikinn metnað við þróun Teams umhverfisins þannig að fjarfundir verði ánægjulegir og fjarlægð milli fólksins virkar minni.

Nýlega bættist við ný ásýnd á fjarfundina í Teams þar sem lætur þátttakendur virka eins og þeir séu saman á einum stað. „Togethermode“ kallast þessi nýja ásýnd. Skipuleggjandi fundar getur virkjað þessa nýju stillingu fyrir fundi með frá 5 og upp í 49 þátttakendum.

Áhugaverða grein er að finna á TechCommunity um Togethermode sem við bendum á. Einnig er hérna myndband sem fer vel yfir ásýndina.

PREMIS aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að innleiða Microsoft 365 en Teams er einmitt eitt af þeim verkfærum sem fylgja í slíkri innleiðingu. PREMIS veitir líka ráðgjöf til stjórnenda sem vilja tileinka sér Teams sem lið í skilvirkri stjórnun á tímum farsóttar Sem og öðrum tímum.