Þú getur treyst okkur
fyrir þínum kerfum
Þú getur treyst okkur fyrir þínum kerfum
Það skiptir ekki máli hvort kerfin eru hýst hjá PREMIS, hjá viðskiptavinum okkar eða í skýjaþjónustu, við sjáum um reksturinn.
Hýsingarumhverfi PREMIS er hýst í gagnaverum á okkar eigin búnaði sem við rekum og þjónustum eftir ströngum reglum.
Starfsemi PREMIS er með ISO 27001 upplýsinga–öryggisvottun.
Það einfaldar vandasamt val.
Við sníðum okkar þjónustu
að þínum þörfum
Stundum er sagt að margar leiðir séu til fram á við en bara ein leið til að standa kyrr. Ekkert fyrirtæki er nákvæmlega eins og annað og nákvæmlega þess vegna þurfum við að geta lagað okkur að þínum þörfum.
Við kappkostum að greina vel hvaða þarfir okkar viðskiptavinir hafa og reynum að mæta þeim með sveigjanlegum lausnum.
PREMIS tengingar
Við tengjum viðskiptavini okkar á öruggan hátt við netið. PREMIS býður tengilausnir á okkar eigin netlagi fyrir allar stærðir fyrirtækja. Hvort sem þú ert með eina starfsstöð eða mörg útibú tengjum við það saman yfir lokað einkanet við hýsingarumhverfi PREMIS og síðan út á internetið.

Bókaðu frían fund og finnum saman leiðir til að hagræða í þínum tölvurekstri
Öflug græn PREMIS hýsing
Aldrei hefur það verið mikilvægara en einmitt núna að starfsemi tölvukerfa sé tryggð. Lífæð fyrirtækja rennur í gegnum kerfin og við treystum þeim fyrir okkar mikilvægustu upplýsingum. PREMIS býður upp á hýsingu á flestum hugbúnaðarkerfum, svo sem gagnagrunnskerfum og viðskiptakerfum.
PREMIS hýsir kerfi viðskiptavina í grænu hátæknigagnaveri THOR DC í Hafnarfirði. Gagnaverið nýtir rafmagn úr 100% endurnýjanlegum orkugjöfum og uppfyllir Tier3-staðal. Gagnaverið og PREMIS er með ISO 27001 upplýsinga–öryggisvottun.
Afkastageta
Hýsingarumhverfi PREMIS býður upp á mikla afkastagetu netþjóna, búnaðar og tenginga. Þurfir þú að hýsa kröfuharðar þjónustur þá er hýsingin okkar rétti staðurinn.
Áreiðanleiki
PREMIS hýsing hefur mikinn áreiðanleika þar sem gögn er skrifuð á tvö aðskilin kerfi samtímis með varaafl til staðar og sólarhringsvöktun er með öllum rekstrarþáttum.
Stækkunarmöguleikar
Þú getur vaxið úr fáum GB upp í fjölda TB án þess að til komi niðritíma og án vandræða. Svo auðvitað í hina áttina líka. Við vitum nefnilega aldrei hvernig málin þróast.
Afritun
Við notum nýjustu tækni til að afrita vélar og gögn og getum endurheimt stórar sýndarvélar á fáum sekúndum. Við vinnum með þér afritunaráætlun í samræmi við þínar kröfur.
Rekstur
Við sjáum um rekstur stýrikerfis á vélbúnaði og annan hugbúnað sem til þarf. Við prófum og keyrum inn öryggisplástra, öryggisuppfærslur og nýjum útgáfum. Við erum á vaktinni.
Eftirlit
PREMIS nýtir eftirlitslausnir til að fylgjast með hýsingarumhverfinu til að tryggja rekstur og lágmarka óskipulagðan niðritíma. Við greinum og bregðumst við áður en skaðinn er skeður.
Viltu komast með hausinn
upp í Microsoft-skýið?
Microsoft 365 er í dag öruggasta og besta leiðin til að nýta og nota Office, Outlook, Teams og önnur forrit frá Microsoft. PREMIS hjálpar sínum viðskiptavinum að velja réttu leiðina í áskriftum að Microsoft 365.
En við hjálpum ekki síður okkar viðskiptavinum að læra og nota þessar lausnir. Í fræðslugátt PREMIS er að finna einföld og þægileg kennslumyndbönd sem efla starfsmenn í notkun Microsoft lausna. Öryggisþjálfun PREMIS minnkar síðan hættuna á öryggisbrotum og gagnalekum.
PREMIS afritun
Ertu með vefþjóna sem þú vilt reka sjálfur eða útstöðvar sem þarf að afrita? Margir starfsmenn vista öll eða hluta af vinnuskjölum sínum á tölvuna sína. Fyrir þennan hóp væri mjög slæmt að tapa þessum skjölum ef eitthvað kemur fyrir tölvuna eða einhver mistök eru gerð.
Við getum afritað bæði vefþjóna og útstöðvar starfsmanna beint yfir í gagnaver og bjargað málunum ef illa fer.
Mikið öryggi
Við dulkóðum öll gögn áður fyrir flutning í gagnaverið. Engar áhyggur þar, bara leyndó.
Gagnavernd
Notendur skilgreina sjálfir hvaða útgáfur skjala þarf að geyma og hve lengi.
Hugarró
Sjálfvirk afritunarþjónusta sparar tíma. Engin hætta er á að afritun gleymist.
Eftirlit
Við fylgjumst með að dagleg afritun takist.
Einföld endurheimt
Ef gögn glatast er endurheimt gagna frá afritum einföld.
Sérfræðingar í afritun
Við aðstoðum þig við að hanna, setja upp og stilla afritunarþjónustuna.