Innskráning í vefpóst

Sláðu inn netfang til að komast inn á vefpóstinn.

Premis og Þekking í samstarf um Fræðslugátt Premis

Premis og Þekking hafa undirritað samning um samstarf í kringum Fræðslugátt Premis. Fræðslugáttin inniheldur mikinn fjölda örkennslumyndbanda sem hjálpa notendum að tileinka sér og nota skýjalausn Microsoft, Office 365. Í Fræðslugáttinni er hægt að halda utan um myndbandshópa (e: playlist) og ýta þeim reglubundið til notenda kerfisins. Þannig er hægt að sjá til þess að notendur kynni sér ákveðna þætti Office 365 og styðja betur við innleiðingarferli í fyrirtækjum. Fræðslugáttin er enn fremur miðill til að miðla öðrum myndböndum til notenda.

Samningur Premis og Þekkingar felur í sér að viðskiptavinir Þekkingar geta nú fengið aðgang að þessu öfluga verkfæri og hyggst Þekking hafa Fræðslugáttina sem hluta af fræðslupakka sem stendur viðskiptavinum til boða.

Bæði Premis og Þekking hafa verið dugleg í að færa þjónustur viðskiptavina sinna í skýið og sjá mikla möguleika í þessu samstarfi sem eflir vonandi bæði fyrirtæki og gefur um leið viðskiptavinum þeirra aukin tækifæri til hagræðingar og frekari velgengni.

Nánar

Við leitum að snillingum í hópinn

Ert þú snillingurinn sem við leitum að?

Vegna aukinna umsvifa þá erum að við að leita að fólki í allar deildir hjá okkur, nóg af verkefnum og skemmtilegur andi í boði hjá okkur í Premis. 

Nánar

Árið 2016 hjá okkur

Krefjandi og spennandi ár að baki

Nánar

Kenndu 300 börnum í Mosfellsbæ að forrita

Þeir Gunnsteinn Þórisson og Ragnar Örn Ólafsson, sérfræðingar á vef- og hugbúnaðarsviði Premis kenndu um 300 börnum í 6. og 7. bekk í Lágafells- og Varmárskóla að forrita í Micro:Bit. En Micro:Bit er pínulítil örtölva sem er hönnuð af BBC og samstarfsaðilum og er ætluð til þess að nota í tölvukennslu fyrir krakka á öllum aldri.

Nánari upplýsingar um verkefnið eru á vef RÚV.

Nánar

Hvernig lítur þú út á netinu?

Nýlega hélt Díana Dögg, deildarstjóri vef- og hugbúnaðardeilarinnar hjá okkur, fyrirlestur fyrir viðskiðtavini Morgunblaðsins sem bar nafnið „Hvernig lítur þú út á netinu“. Hún fór þar yfir það hvernig er best fyrir fyrirtæki að hugsa vefinn sinn frá upphafi. Það verður að marka stefnu fyrir vefinn, hvað er vefnum þínum ætlað að gera? Um leið og stefnan er komin þá er auðveldara að viðhalda vefnum, segir Díana Dögg.
Nánar

Happy Campers fær upplyftingu

Í september gerðum við smá upplyftingu á vefinn hjá vinum okkar hjá Happy Campers. Vefurinn þeirra fór fyrst í loftið árið 2014 en með stækkandi rekstri þá þarf vefurinn að stækka með. 

Við bættum meðal annars við skemmtilegu bloggi hjá þeim því Happy Campers hafa margar skemmtilegar sögur sem þeir vilja deila með sínum viðskiptavinum. 

Nánar

Notendanámskeið í ServiceDesk

Premis hélt tveggja daga námskeið í ServiceDesk Plus í vikunni fyrir fyrirtæki sem eru að nota kerfið í dag.

Kerfið heldur utan um þjónustubeiðnir, breytingarstjórnun og eignaskráningu ásamt CMDB og byggir á ITIL hugmyndafræðinni. 

Sérfræðingurinn Santhosh Malibi sá um að uppfræða þátttakendur á námskeiðinu.  

Nánar

Bleikur dagur

Það getur verið erfitt að fá 35 tæknigaura og forritara til þess að mæta í bleiku á bleikadaginn í vinnunni. Þess vegna voru það aðeins sölumenn, þjónustuborð, framkvæmdastjóri og allar konurnar í fyrirtækinu sem mættu í bleiku þennan dag. Þau voru nú samt það góð að deila bleika bakkelsinu með öllum hinum líka :) 

Nánar

Next Gen ráðstefna um Active Directory

Fimmtudaginn 19. maí héldum við ráðstefnu um „næstu kynslóðar“ aðferðir í rekstri á Active Directory umhverfinu sem og öryggisatriði í því.

Derek Melber MVP í AD leiddi ráðstefnugesti í allan sannleik um hvernig byggja á upp viðvaranir um breytingar í mikilvægum öryggisstillingum og ræddi þær áskoranir sem upp koma í AD umhverfinu.

Nánar

Nýtt útlit á Corrian

Við erum afar ánægð með nýja útlitið sem við erum búin að vera hanna á innri vefina okkar. En árið 2014 opnuðum við fyrsta innri vefinn með N1 en síðan þá hafa nokkuð margir bæst í hópinn. 

Nánar