Jafnlaunavottun

Jafnlaunavottun var fest í lög árið 2017 með breytingu á lögum. Með þeim var gerð krafa um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði. Jafnlaunavottunar er ætlað að vinna gegn kynbundnum launamun og jafna rétt kynjanna.

Jafnlaunavottun byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Með innleiðingu hans er komið stjórnunarkerfi sem tryggir að ákvarðanir um laun byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Nánar um jafnlaunavottun

Persónuvernd

Allir eiga rétt á persónuvernd. Þeir sem vinna með persónuupplýsingar bera ábyrgð á því að farið sé með þær í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd. Öll vinnsla persónuupplýsinga verður að byggja á heimild í persónuverndarlögum.

Við aðstoðum fyrirtæki og stofnanir að innleiða persónuvernd í sína starfsemi.

Nánar um persónuvernd

Upplýsingaöryggi (ISO 27001)

Upplýsingaöryggi eru í grunninn aðgerðir og aðferðir við að vernda viðkvæm gögn, tölvukerfi, netkerfi og forrit. Verndin snýst um að verjast gagnalekum og gagnaþjófnaði ýmiskonar – hvort sem það er tilkomið vegna vangár starfsmanna eða vísvitandi net-glæpa og njósna.

ISO 27001 er alþjóðlegur staðall fyrir upplýsingaöryggiskerfi og er útbreiddasti staðalinn á þessu sviði í heiminum. ISO 27001 þýðir að upplýsingaöryggi sé til staðar hjá fyrirtækjum og er mikilvægur þáttur í vekja traust hjá viðskiptavinum og starfsmönnum.

Nánar um upplýsingaöryggi

Gæðakerfi (ISO 9001)

Gæðakerfi gegna því hlutverki í fyrirtækjum að auka og efla alla ferla í kringum framleiðslu og þjónustu. Mikilvægt er að gæðakerfi séu í anda fyrirtækjastefnu og taki á öllum mikilvægustu þáttum í starfsemi hvers fyrirtækis.

ISO 9001 er alþjóðlegt gæðastjórnunarkerfi sem mörg fyrirtæki hafa innleitt í starfsemi sína með góðum árangri. Kerfið nær yfir alla þætti gæðastjórnunar, samskipta, mannauðsstjórnunar og þjálfunar starfsmanna og byggir á skýrum stefnum og verklagsreglum.

Nánar um gæðakerfi