Helstu upplýsingar

Forritun Forritun
PREMIS
Fyrir Fyrir
Menntamálastofnun og mennta- og menningarmálaráðuneytið

Átak í lestri í COVID19

PREMIS og Hvíta húsið unnu þetta verkefni saman fyrir Menntamálastofnun og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Hugmyndin var að ýta undir lestur barna á meðan kennsla væri takmörkuð vegna COVID19. Þetta var gert með því að stefna að heimsmeti í lestri.

Þetta var gert með því að stefna að heimsmeti í lestri og var aðkoma PREMIS fólgin í því að forrita vefsíðu til að halda utan um skráningar. Jafnt börn sem fullorðnir gátu skráð sinn lestur á vefinn og saman stefnt að heimsmeti!

Tími til að lesa

Hugmynd verður
veruleika

Þegar verkefnið kemur á borð til okkar var ljóst að verkefnið var stórt og tíminn takmarkaður. Því þurfti að forgangsraða vel og horfa til þess að einingar koma til með að bætast við verkefnið jafnt og þétt. Margt var enn á hugmyndastigi þegar farið var af stað og þurfti því að gera ráð fyrir að einingar og virkni myndu bætast við.

Frá hugmynd að fyrstu birtingarmynd vefsins voru einungis 3 sólarhringar. Síðan var unnið jafnt og þétt að meiri virkni fyrir vefinn.

Tími til að lesa Asana

Ferlið & skipulag

Ein af stóru áskorunum þessa verkefnis var að flestir voru að vinna að heiman vegna COVID-19. Því voru haldnir reglulegir vídeófundir, bæði fyrir hóp og á milli einstaklinga í stað hefðbundinna vinnufunda. Haldið var utan um verkefnið á Asana borði sem gaf góða yfirsýn á verkefnið hjá okkur og viðskiptavinina.

Uppsetningin í Asana var byggð upp í takt við þróunar- og samþykktarferlið. Forritarar höfðu sitt þróunarsvæði og þegar virkni var tilbúin var hún sett á svokallaðan staging server til skoðunar og samþykktar áður en breytingar voru birtar notendum.

Tími til að lesa góð upplifun

Góð upplifun í
öllum tækjum

Í nútímanum er nauðsynlegt að hugsa fyrir því að upplifun væri góð í öllum tækjum. Verkefnið var því sett upp skalanlegt á milli mismunandi skjástærða. Þar sem að verkefnið var hvati fyrir börn og unglinga til að lesa í COVID-19 þá var horft sérstaklega til farsímanotkunar.

Tími til að lesa tölfræði

Tölfræðin

Einn af mörgum áhugverðum hlutum þessa verkefnis var tölfræðin í kringum skráðan lestur. Þar sem notendur skráðu upplýsingar um aldur og póstnúmer var hægt að leika sér aðeins með það. Upplýsingar um tegund lesturs, skiptingu á lestri eftir dögum, aldri og póstnúmerum ásamt öðrum áhugaverðum upplýsingum er hægt að skoða hér.

Skoða tölfræði