Microsoft 365

Microsoft 365 námskeið

Við hjá PREMIS höfum haldið vinsæl námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir varðandi innleiðingu, notkun og möguleika Microsoft 365. Hugbúnaðarlausnir Microsoft ná yfir mikið af frábærum hugbúnaði og verkfærum til að auðvelda dagleg störf.

Það getur verið erfitt að átta sig á því hvar maður á að byrja fyrir utan Outlook, Word og Excel. Hvenær á að nota Powerpoint og hvenær er betra að nota Publisher? Hvað er Sharepoint eiginlega og hvað er OneDrive? Ekki gleyma svo Teams eða Microsoft To-Do!

Premis býður upp á kynningar og fræðslu til að innleiða mikilvægustu atriðin sem Microsoft 365 notkun ætti að byggja á. Við sníðum hvert námskeið að því efni sem óskað er eftir að setja í fókus hverju sinni og best er að fylgja námskeiðunum eftir með Fræðslugátt PREMIS.

Fáðu frían fund
Microsoft 365

Microsoft Teams kennsla

Aldrei fyrr hefur skipt jafn miklu máli fyrir fyrirtæki að hafa samskiptaleiðir innan fyrirtækja hreinar og ekki kannski síst sveigjanlegar. Microsoft Teams hefur orðið leiðandi í hugbúnaði fyrir fyrirtæki til að halda utan um samskipti og skipulagningu innan vinnustaðarins.

Kostir Teams eru margvíslegir en ekki kannski síst er Teams öflugt í að sameina vinnustaði sem vinna á mörgum staðsetningum og jafnvel milli landa. Teams er líka miðlæg lausn til að halda utan um skjöl og vinnuferla ásamt því að nýtast sérstaklega vel í að mynda og halda utan um vinnuhópa.

Virkjaðu þína starfsmenn enn betur í notkun Teams með fræðslu og kennslu um Teams frá sérfræðingum PREMIS.

Fáðu frían fund
Öryggi

Öryggisþjálfun PREMIS

Með aukinni notkun tölva og sjálfvirkra ferla í starfsemi fyrirtækja hefur netglæpum fjölgað til muna. Í raun má segja að okkar hefðbundna sýn á glæpamann hafi breyst og glæpir að stórum hluta færst yfir á internetið. Öryggislekar og gagnatap getur einnig komið til af þekkingarleysi og andvaraleysi starfsmanna.

Öryggisþjálfun PREMIS er byggð upp á stuttum og hnitmiðuðum myndböndum sem notandi fær aðgang að á netinu. Myndböndin virka eins og stuttar auglýsingar sem minna á góða öryggishegðun og taka á öllum helstu öryggisþáttum sem starfsmenn þurfa að vera meðvitaður um. Við lok hvers myndbands koma nokkrar spurningar sem miða að því að tryggja að athygli notandans hafi verið á efni og inntaki myndbandsins.

Fáðu frían fund