Premis léttir þér lífið
Premis léttir þér lífið
Við hjá PREMIS viljum auðvelda þér lífið þegar kemur að upplýsingatækninni. Hvort sem það tilheyrir kerfisrekstri, hýsingu, veflausnum eða almennri tölvuþjónusta þá erum við til taks.
Rekstur og þjónusta
Fyrirtækið þitt er í öruggum höndum hjá Premis. Við sjáum um rekstur tölvukerfa fyrir á annað hundrað fyrirtæki og stofnanir. Hjá okkur starfa um 20 sérfræðingar í rekstri tölvukerfa og þjónustu við notendur og við höfum sett saman frábæra þjónustupakka sem eru sniðnir að þörfum þíns fyrirtækis.
Hugbúnaðar & veflausnir
Hugbúnaðar & veflausnir
Við smíðum hugbúnað og búum til vefi sem eru sérsniðnir að þínum rekstri og við höfum gaman af því. Okkar hjarta slær í takt við kóðun.
Hýsingar og skýjaþjónusta
Við bjóðum fyrsta flokks hýsingarþjónustu í öruggu umhverfi. Á sama tíma höfum við byggt upp mikla þekkingu og reynslu í nýtingu skýjalausna fyrir okkar viðskiptavini. Við leggjum mikla áhersla á að viðskiptavinir nýti sér hagkvæmni skýjalausna þegar það á við, en noti hefðbundna hýsingarþjónustu þegar skýjalausnir mæta ekki þeim kröfur sem settar eru.
Vél- & hugbúnaður
Vél- & hugbúnaður
Við lítum á sölu á vél- og hugbúnaði sem þjónustu við okkar viðskiptavini. Okkar markmið er að einfalda þér leitina að þeim lausnum sem þú þarft og á sama tíma tryggja þér bestu verð. Og við sjáum um að uppsetninguna líka. Allt sem þú þarft á einum stað. Hafðu samband og við finnum lausnina sem þú þarft.
Fleiri réttmætir póstar lenda í ruslpóstsíum
Vegna mikillar aukningar á tölvupóstum sem innhalda óæskilega tengla eða efni, hafa skýjaþjónustuaðilar eins og Microsoft hert töluvert á þeim reglum sem skilgreina réttmæta tölvupósta. Þetta hefur leitt til þess að fleiri réttmætir tölvupóstar lenda í ruslpóstsíum. Notendur Office 365 hafa verið að lenda í þessu undanfarið og því er gott að vera vakandi fyrir Junk email hólfinu.. Einnig þurfa þeir sem ekki eru í Office 365 að vera vakandi fyrir því að póstar sem þeir senda geta verið að lenda í ruslpóstsíum og berast því ekki til móttakanda. Hægt er að draga úr þessu með því að bæta við ákveðnum stillingum í Office 365. Premis mun fara í þá vinnu á næstu dögum fyrir hvern og einn viðskiptavin.
Mikill áhugi á öryggismálum á morgunverðarfundi Premis
Um 60 manns mættu á morgunverðarfund Premis 16. mars. Fundurinn var haldinn í samstarfi við Malwarebytes. Fyrirlesari var Helge Husemann en hann fjallaði um helstu framtíðarógnir internetsins og þær aðferðir sem hin nýja mafía beitir til að ná fram sínum markmiðum. Einnig var farið yfir hvernig Malwarebytes nær betri árangri í að verjast þessu en hefðbundnar vírusvarnir.
Sameinuð fyrirtæki undir merkjum Premis
Premis ehf. hefur nú lokið við kaup og sameiningu á starfsemi Opex ehf. og Davíð og Golíat ehf. Að sögn Kristins Elvars Arnarsonar, framkvæmdastjóra Premis, þá falla félögin vel að kjarnastarfssemi Premis á sviði reksturs tölvukerfa fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Samhliða þessu þá hefur Premis ráðið starfsmenn frá Skapalón veflausnum.