Nú um áramót keypti Premis allt hlutafé í Tölvustoð. Öll starfsemi Tölvustoðar hefur nú verið sameinuð starfsemi Premis og allir starfsmenn flust yfir í höfuðstöðvar Premis að Holtavegi 10 í Reykjavík. Er þetta liður í stefnu Premis að byggja upp öflugt þjónustufyrirtæki í rekstri tölvukerfa, hýsingu og veflausnum. Með kaupunum á Tölvustoð verða starfsmenn Premis tæplega 60 talsins.

Tölvustoð hefur um árabil byggt upp gott orðspor sem þjónustuaðili í hýsingu og rekstri tölvukerfa og sinnt þjónustu við hátt í hundrað fyrirtæki og stofnanir. Hjá fyrirtækinu störfuðu sex sérfræðingar sem allir koma yfir til Premis og munu halda áfram að sinna viðskiptavinum Tölvustoðar.

Á myndinni má sjá eigendur Tölvustoðar, Örn Þórsson, Arnar Björnsson og Jón þór Guðmundsson handsala kaupin við Kristinn Elvar Arnarsson, eiganda og framkvæmdastjóra Premis.