Flestar stofnanir og fyrirtæki hafa fjölda upplýsingaöryggisstýringa í sinni starfsemi. Án stjórnunarkerfis fyrir upplýsingaöryggi (ISMS) eru þær þó oft óskipulagðar og ósamþættar. 

Algengt er að stýringar séu innleiddar sem lausnir á ákveðnum afmörkuðum atvikum eða einfaldlega sem starfsvenjur. Öryggisráðstafanir í rekstri snerta oft tiltekna þætti upplýsinga- eða gagnaöryggis en huga ekki að þáttum sem varða ekki beint upplýsingaöryggi eins og pappírsgögn, þekkingu starfsfólks eða höfundarréttarmál. 

ISO 27001 er alþjóðlegur staðall fyrir upplýsingaöryggiskerfi. Hann er einnig útbreiddasti staðalinn á þessu sviði í heiminum. ISO 27001 er stimpill um að upplýsingaöryggi sé til staðar hjá fyrirtækjum í rekstri og er mikilvægur þáttur í trausti viðskiptavina. 

PREMIS veitir aðstoð við innleiðingu á ISO 27001 stjórnkerfi. Við höfum á að skipa reyndum sérfræðinga á sviði upplýsingaöryggis sem hafa ítarlegan skilning á staðlinum og verkferlum við innleiðingu hans. 

PREMIS nálgast innleiðingu ISO 27001 í sex þrepum: 

Yfirlit yfir aðra ráðgjöf Fáðu frían fund