Ráðgjafar PREMIS hafa innleitt jafnlaunakerfi hjá fjölda fyrirtækja og stofnanna með góðum árangri. Við höfum mikla reynslu af gerð starfaflokkunar og launagreininga en sá verkþáttur er oft afgerandi í að stjórnendur skilji hvernig jafnlaunakerfi virkar.  

Við tryggjum einnig að öll meginferli séu skjalfest, að til sé jafnréttisáætlun og jafnlaunastefna með tilteknum markmiðum og leiðum til að ná þeim markmiðum. 

Markviss innleiðing 

Aðstoð við innleiðingu jafnlaunakerfis felur í sér að setja upp verkefnaáætlun og skipuleggja verkefnið. Öll kerfisskjöl eru yfirfarin og aðlöguð að skipuriti og stjórnskipulagi viðskiptavinar en eftir það er haldið stutt námskeið fyrir stjórnendur. 

Skilgreind markmið 

Ráðgjafar PREMIS vinna með tilgreindum tengilið hjá viðskiptavini við yfirferð starfaflokkunar og síðan í að setja viðmið með launadeild og stjórnendum sé talin þörf á því. Því næst framkvæma ráðgjafar Premis launagreiningu út frá gögnum úr launakerfi. 

Fastsett kerfi 

Jafnlaunastaðallinn gerir ráð fyrir tilgreindu kerfi við skjalastjórnun, samþykktarferli skjala, rýni, endurskoðun og síðan málalyktum. Ráðgjafar PREMIS aðstoða við að fastsetja verkferla og setja kerfi ásamt að meta núverandi kerfi og þörf fyrir endurbætur. 

Mælanlegur árangur 

Á lokaskrefum innleiðingar munu ráðgjafar PREMIS framkvæma innri úttektir ásamt að setja upp mælingar og frábrigðaskráningar. Ef þörf krefur er gerð úrbótaáætlun. Premis getur einnig aðstoðað við vottun með því að sitja vottunarfundi bæði í forúttekt og lokaúttekt. 


Yfirlit yfir aðra ráðgjöf Fáðu frían fund