Stjórnkerfi gæðakerfis (ISO 9001) er aðferðafræði til að stýra gæðamálum viðskiptavinar með það fyrir augum að styðja við viðskiptaleg markmið. Kerfið nær yfir alla þætti gæðastjórnunar, samskipta, mannauðsstjórnunar og þjálfunar starfsmanna og byggir á skýrum stefnum og verklagsreglum. 

Aukin skilvirkni 

Fyrirtæki sem fara í gegnum ISO 9001 vottunarferli hafa það markmið að hámarka skilvirkni og gæði verkferla. Hluti ferilsins er að setja verkferlar fyrir alla starfsmenn. Þegar upp koma vandamál verður úrlausn þeirra mála mun skilvirkari, tekur minni tíma og kostar minni. 

Meiri starfsánægja 

Innleiðing gæðastjórnunarkerfis eykur ánægju starfsmanna. Skýr hlutverk, ábyrgð stjórnenda og upplýsingaflæði eykur skilning starfsmanna hvernig þeirra störf hafa áhrif á gæði og árangur. Öflug gæðakerfi auka þess vegna líkurnar á því að starfsmenn séu ánægðir í sínum störfum og með því minnka starfsmannaveltu. 

Alþjóðleg viðurkenning 

ISO 9001 er alþjóðlega viðurkenndur staðall við gæðastjórnun sem gerir viðkomandi fyrirtæki trúverðugri í alþjóðasamstarfi. Samskipti við innlenda og erlenda birgja einfaldast einnig því allir eru að tala sama tungumál varðandi innkaupaferla og aðra ferla. 

Aukin skilvirkni ferla 

Það eru tækifæri til endurbóta byggð inn í ISO 9001. Þegar farið er í gegnum alla ferla þá koma upp tækifæri til endurbóta út frá þeim staðreyndum sem liggja fyrir. Þetta er kerfisbundið og vandlega undirbúið ferli sem eykur líku á því að réttar ákvarðanir séu teknar varðandi starfsemi og minnka líkurnar á oft kostnaðarsömum mistök. 

Ráðgjafar PREMIS hafa áralanga reynslu í innleiðingu gæðakerfa. Við tryggjum að gildissvið gæðakerfis sé nægjanlega vítt til að taka á öllum nauðsynlegum þáttum en þó ekki of vítt þannig að það verði ekki viðráðanlegt. 

PREMIS veitir nauðsynlegan stuðning við skjölun og frágang áhættumats, gæðastjórnunarstefnu, úrbótaáætlun og síðan innri úttektir. 


Yfirlit yfir aðra ráðgjöf Fáðu frían fund