Það var glatt á hjalla á Bjórhátíð PREMIS sem fram fór fimmtudagskvöldið 21. nóvember. KEX Hostel tók vel á móti viðskiptavinum okkar og gæddu þeir sér á dýrindis bjór frá fimm geggjuðum brugghúsum ásamt ljúffengum veitingum.

Brugghúsin fimm voru Álfur, Öldur, Lady Brewery, RVK Brewing Co. og Gæðingur. Það er óhætt að segja að gestir hafi verið mjög hrifnir af þeim mismunandi bjór sem brugghúsin bjóða upp á og ljóst að íslenska bruggsenan hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár.

Eiríkur Hafdal trúbador lék fyrir gesti og Bergur Ebbi leit í heimsókn og sló á létta strengi eins og honum er einum lagið. Premis bauð svo upp á léttan og skemmtilegan leik fyrir gesti. Dregnir voru út fimm heppnir sem fá Jóla-bjóra-dagatal PREMIS 2019 sent heim að dyrum og munu starfsmenn PREMIS setja sig í samband við vinningshafana.

Við þökkum gestum kærlega fyrir komuna og hlökkum til að endurtaka leikinn 2020. Á Facebook síðu Premis má sjá myndir frá kvöldinu.