Innskráning í vefpóst

Sláðu inn netfang til að komast inn á vefpóstinn.

Samræmd kennsla og fræðsla fyrir þitt starfsfólk

Vandamálin sem koma upp á borð til okkar sem hugbúnaðarfyrirtæki eru mörg og af mismunandi toga. Sum þeirra eru svo gott sem óleysanleg, en önnur er vel hægt að leysa og eru mjög skemmtileg.

Námskeiðs- og fræðslukerfið Amon er einmitt eitt af þessum verkefnum sem er mjög gaman að vinna að þar sem við sjáum að það muni koma að gagni fyrir svo mörg fyrirtæki. 

Við fórum því í það að búa til einfalt og notendavænt kerfi sem aðstoðar fyrirtæki í að fræða, kenna og leiðbeina sínu starfsfólki. Það er bæði hægt að nota kerfið til upplýsingaöflunnar til starfsfólks en einnig er hægt að taka stutt próf um efnið.

Vandamál við fræðslu starfsfólks snýr iðulega að margbreytileika og sérstöðu fyrirtækja. En með því að sameina allt starfsfólkið á einn stað þá er hægt að vinna með það og eyða öllu sem heitir staðsetningar, ferðakostnaður og óhentugur tími.

Hér förum við yfir nokkra af kostum Amon námskeiðs- og fræðslukerfis.

Tími og staðsetning skiptir ekki lengur máli

Erfitt getur verið að ná öllum saman til þess að fræða allt starfsólkið á sama tíma. Fólk vinnur vaktavinnu, er á mismunandi staðsetningum eða misvel að sér í ákveðnum málefnum og því sé eitt námskeið sem haldið er í 1-3 tíma ekki alltaf að svara þörfum allra. 

Hægt er að tímastilla námskeiðið þannig að starfsmenn geti þá fengið einhvern ákveðinn tíma til þess að kynna sér ákveðið efni eða taka próf.

Ósamræmi í kennslu

Það vill því víst oft verða þannig að það fer eftir því hver er á “vaktinni” eða sinnir kennslu og fræðslu í það og það skiptið hvernig þjálfun fólk fær. En með því að vera með t.d. myndbönd inn í kerfinu og síðan nokkrar prófaspurningar að þeim loknum þá fá allir starfsmenn sömu skilaboð og sömu þjálfun. 

Engin mikilvæg skilaboð gleymast á einni kynningunni og önnur á þeirri næstu.

Námskeið haldin of sjaldan

Nýliðafræðsla fer stundum fram 2-4 sinnum á ári og fólk hefur þá verið búið að vinna á stað í allt að sex mánuði áður en það hefur verið boðað á nýliðanámskeið. Hægt er að gera skemmtilegann texta eða myndband um vinnustaðinn sem viðkomandi les eða horfir á þegar hann byrjar að vinna og þá veit hann allt sem hann þarf að vita strax á fyrstu vikunni.

Endurtektarpróf

Það getur verið strembið að halda utan um endurtektarpróf og viðhald á vinnuskírteinum starfsfólksins. En með því að nota Amon þá er hægt að stilla hvenær námskeið eru tekin næst. Þannig að réttindi starfsfólks verða aldrei útrunnin og enginn hætta á að endurtektarpróf gleymist.

Það sagði einhverntímann einhver snillingurinn að upplýstara starfsfólk væri betra starfsfólk og ég held að það eigi vel við hér :)

Hér má sjá nánari upplýsingar um Amon námskeiðs- og fræðslukerfið 

Endilega hafið samband ef þitt fyrirtæki vill fá kynningu á kostum Amon 

Díana Dögg, deilarstjóri hugbúnaðarlausna hjá Premis