Svarið við þessari spurningu er efalaust já. Í öllum fyrirtækjum er hæft og gott starfsfólk að sinna daglegum verkefnum. En jafnvel hæfasta starfsfólkið getur gert mistök sem leiða til að fjármunir tapast og orðspor skaðast. PREMIS býður fyrirtækjum öryggisþjálfun á netinu. Þar fá starfsmenn reglulega þjálfun varðandi helstu hættur og öryggisleka.

Mikilvægt er að öryggisþjálfun starfsmanna sé markvisst sinnt. Netglæpamenn hafa fært sig gríðarlegar upp á skaftið á síðustu árum. Nú er svo komið að þeir nýta fjölmargar leiðir til þess að plata starfsmenn fyrirtækja. Í flestum tilfellum er verið að senda einhverskonar sendingu sem fær starfsmann til að smella á hlekk og með því kemst vírus í tölvuna. Eins er leitað upplýsinga sem gerir kleift að beita blekkingum til að afla fjármuna eða frekari upplýsinga.

  • Phishing
    Almennar árásir þar sem glæpamenn beina árásum að víðum hópi og þar sem þeir ná árangri er gögnum stolið eða þeim læst og fjármuna krafist til að fá aðgang að aftur (e. Ransomware). Einnig er vel þekkt þarna bæði Smishing (SMS sendingar) og Vishing (símtöl).
  • Spear Fishing
    Í stað þess að beina árásum að víðum hópi er þessum árásum beint að ákveðnum einstaklingum. Upplýsinga er aflað um persónur og hagi þeirra og þær upplýsingar síðan nýttar til árása.
  • Whaling
    Í þessum árásum er sjónum beint sérstaklega að forstjórum og framkvæmdastjórum og virka eins og Spear Fishing. Árásirnar eru oft nefndar CEO fraud. Þessar árásir eru oft mjög hættulegar og mikil vinna liggur að baki þeirra.
  • Pharming
    Árásir sem færa þig á aðra vefsíðu en þú ætlaðir að fara á. Þetta geta verið vefsíður sem þú ert í miklum samskiptum við og reglulegum. Allt lítur eðlilega út nema að vefslóðinn verður örlítið breytt – jafnvel bara einn stafur. Allar upplýsingar sem fara þarna inn lenda beint í höndum glæpamanna.
  • Spoofing
    Tölvupóstur berst frá einhverjum sem þú þekkir og þú ert beðinn um að smella á hlekk eða gera eitthvað. Hlekkurinn sýkir tölvuna þína með vírus.

Þetta er ekki tæmandi listi heldur í besta falli hröð yfirferð. Fjöldi mála undanfarin ár bæði erlendis og á Íslandi sýna það með óyggjandi hætti að jafnvel besta starfsfólk getur lent í því að smella á einn vitlaust hlekk eða gera ein mistök.

Við hjá PREMIS bjóðum fyrirtækjum upp á heilstæða ráðgjöf á sviði netöryggismála og vírusvarna. Einnig bjóðum við markvissa öryggisþjálfun fyrir alla starfsmenn. Við hjálpum fyrirtækjum að tryggja starfsemi sína eins og frekast er kostur