PREMIS hóf aðgerðir vegna Log4J veikleikans fimmtudagskvöldið 9. desember. Þá var farið strax í að útfæra þær leiðir sem voru þá tiltækar til mildunar (mitigation) á veikleikanum. Þegar framleiðandi veikleikaskanna PREMIS gaf út uppfærslu fyrir Log4J þá var farið strax í að skanna öll IP net Premis. Einnig voru eldveggir sem öll netumferð fer í gegnum uppfærðir með reglum sem gera PREMIS kleift að stoppa umferð sem er að reyna að nýta sér veikleikann. Þetta er ráðstöfun sem heldur aftur af nýtingu veikleikans meðan verið er að klára uppfærslur á Log4J á viðeigandi þjónustum/þjónum. 

Ofangreindir aðgerðir eru þvert yfir þjónustur sem PREMIS veitir viðskiptavinum sínum. Þessi vinna er unnin í samráði og samvinnu við alla þá hugbúnaðarframleiðendur sem veikleikinn snertir. PREMIS mun láta viðskiptavini vita ef Log4J öryggisveikleikinn hefur verið misnotaður á einhverjum þjónum eða þjónustum sem viðskiptavinur nýtir. 

Hér eru upplýsingar um öryggislausnir sem snúa að heilbrigði og vörnum útstöðva starfsmanna.
Þessar öryggislausnir mælum við með að allir hafi:

  • Afritun á Microsoft 365
  • Vöktun á vélbúnaði og uppfærslur á stýrikerfi
  • Vefvörn og sía fyrir hættulegum vefsíðum
  • Vöktuð vírusvörn
  • Gíslbúnaðar (e. ransomware) eftirlit og varnir
  • Öryggisvitundarþjálfun starfsmanna

Ef þú vilt að sérfræðingar PREMIS veiti þér ráðgjöf í öryggismálum eða ert með spurningar þá hvetjum við þig til að senda póst á netfangið hjalp@premis.is eða hafa samband í síma 547 0000.