Innskráning í vefpóst

Sláðu inn netfang til að komast inn á vefpóstinn.

Premis og Þekking í samstarf um Fræðslugátt Premis

Premis og Þekking hafa undirritað samning um samstarf í kringum Fræðslugátt Premis. Fræðslugáttin inniheldur mikinn fjölda örkennslumyndbanda sem hjálpa notendum að tileinka sér og nota skýjalausn Microsoft, Office 365. Í Fræðslugáttinni er hægt að halda utan um myndbandshópa (e: playlist) og ýta þeim reglubundið til notenda kerfisins. Þannig er hægt að sjá til þess að notendur kynni sér ákveðna þætti Office 365 og styðja betur við innleiðingarferli í fyrirtækjum. Fræðslugáttin er enn fremur miðill til að miðla öðrum myndböndum til notenda.

Samningur Premis og Þekkingar felur í sér að viðskiptavinir Þekkingar geta nú fengið aðgang að þessu öfluga verkfæri og hyggst Þekking hafa Fræðslugáttina sem hluta af fræðslupakka sem stendur viðskiptavinum til boða.

Bæði Premis og Þekking hafa verið dugleg í að færa þjónustur viðskiptavina sinna í skýið og sjá mikla möguleika í þessu samstarfi sem eflir vonandi bæði fyrirtæki og gefur um leið viðskiptavinum þeirra aukin tækifæri til hagræðingar og frekari velgengni.