Um PREMIS

Premis, sem áður hét Nethönnun, er 17 ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri  tölvukerfa, hýsingu og hugbúnaðarsmíði.

premis video

Kerfisrekstur

Premis getur komið að öllum almennum kerfisrekstri hjá þínu fyrirtæki. Við erum óháð vörumerkjum og getum alltaf valið besta mögulega tækjabúnað sem hentar hverju verkefni.

Hugbúnaðarlausnir

Hvort sem verkefnið snýr að staðlaðri vefsíðu eða flóknum vefkerfum sem þurfa tengimöguleika við önnur kerfi, er hugbúnaðarteymið okkar til þjónustu reiðubúið og hokið af reynslu.

Full þjónusta

Premis býður alhliða þjónustu á sviði tölvumála fyrir fyrirtæki. Hvort sem þig vantar hýsingu á netþjónum, upplýsingar um hugbúnaðarleyfi eða viðgerð á biluðum prentara, þá er Premis aðilinn sem þú getur leitað til.

Ráðgjöf

Vantar þig upplýsingar um stöðuna á tölvukerfinu þínu? Þarftu að fara yfir áætlanir um kostnaðarsamar uppfærslur eða ertu kannski að byrja frá grunni? Við höfum áratuga reynslu í rekstri tölvukerfa.

„Það hefur reynst okkur vel að geta fengið heildarþjónustu á rekstri vélbúnaðar og þjónustu við hin ýmsu server- og stýrikerfi svo og alla afritun, vírusvarnir og fleira. Með einn aðila ábyrgan er verkaskiptingin skýr og hagkvæmni náð.“
Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology

Hér er fjölskyldan

Fjölbreyttur hópur starfsfólks sem er skapandi í hugsun, þrautþjálfað í að finna lausnir og kemur stöðugt með nýjar hugmyndirað borðinu. Það er fjölskyldan okkar.

Söludeild

Bjarki Jóhannesson

bjarki@premis.is

547 0022

Deildarstjóri | Söludeild

Guðmundur Helgi Guðmundsson

gudmundur@premis.is

547 0044

Ráðgjafi | Söludeild

Hrafnkell Örn Ingólfsson

hrafnkell@premis.is

547 0036

Ráðgjafi | Söludeild

Þjónusta & kerfislausnir

Arnór Guðmundsson

arnorg@premis.is

547 0000

Tæknimaður | Þjónusta og kerfislausnir

Bjarni Gylfason

bjarni@premis.is

547 0000

Sérfræðingur | Þjónusta og kerfislausnir

Erlendur Ísfeld Sigurðsson

erlendur@premis.is

547 0033

Deildarstjóri | Þjónusta og kerfislausnir

Geir Björnsson

geir@premis.is

547 0006

Sérfræðingur | Þjónusta og kerfislausnir

Guðmundur Jón Valgeirsson

gjv@premis.is

547 0000

Sérfræðingur | Þjónusta og kerfislausnir

Hákon Ingi Hjartarson

hakon@premis.is

547 0000

Tæknimaður | Þjónusta og kerfislausnir

Ólafur Páll Ragnarsson

olafur@premis.is

547 0000

Sérfræðingur | Þjónusta og kerfislausnir

Ragnar Eysteinsson

ragnar@premis.is

547 0000

Sérfræðingur | Þjónusta og kerfislausnir

Ruth Hinriksdóttir

ruth@premis.is

547 0000

Þjónustuborð | Þjónusta og kerfislausnir

Sigurður Agnarsson

sigurdur@premis.is

547 0000

Tæknimaður | Þjónusta og kerfislausnir

Sveinn Rúnar Grímarsson

sveinn@premis.is

547 0000

Tæknimaður | Þjónusta og kerfislausnir

Sverrir Gauti Ingólfsson

sverrir@premis.is

547 0000

Tæknimaður | Þjónusta og kerfislausnir

Sævar Hólm Einarsson

saevar@premis.is

547 0000

Tæknimaður | Þjónusta og kerfislausnir

Valdimar Þór Brynjarsson

valdi@premis.is

547 0000

Sérfræðingur | Þjónusta og kerfislausnir

Þórólfur Halldórsson

thorolfur@premis.is

547 0000

Tæknimaður | Þjónusta og kerfislausnir

Hugbúnaðarlausnir

Arnar Mar Sigurðsson

antab@premis.is

547 0000

Sérfræðingur | Hugbúnaðarlausnir

Arnór Geir Halldórsson

arnor@premis.is

547 0000

Sérfræðingur | Hugbúnaðarlausnir

Díana Dögg Víglundsdóttir

diana@premis.is

547 0000

Deildarstjóri | Hugbúnaðarlausnir

Gunnsteinn Þórisson

gussi@premis.is

547 0000

Sérfræðingur | Hugbúnaðarlausnir

Ingvar Kristinn Ingólfsson

ingvar@premis.is

547 0000

Sérfræðingur | hugbúnaðarlausnir

Ragnar Örn Ólafsson

ragnaro@premis.is

547 0000

Sérfræðingur | Hugbúnaðarlausnir

Skrifstofa

Ingibjörg Margrét Jónasdóttir

inga@premis.is

547 0000

Skrifstofa | Bókhald

Kristinn Elvar Arnarsson

ka@premis.is

547 0000

Framkvæmdastjóri | CEO

María Hólm Jónsdóttir

maria@premis.is

547 0000

Skrifstofa | Bókhald

Sigríður Jóhannesdóttir

sigridur@premis.is

547 0000

Skrifstofa | Bókhald

Hafðu samband
  547 0000

Hardware

Hýsing og rekstur

Við höfum sérhæft okkur í hýsingu og rekstri tölvukerfa í 17 ár.

Rekstur tölvukerfa

Við sjáum um rekstur tölvukerfisins þíns að hluta eða í heild, hvort sem það er hýst í vélasalnum okkar eða hjá fyrirtækinu þínu. Við búum yfir sérhæfðri þekkingu á ólíkum tölvukerfum og getum aðstoðað tölvudeildina þína, t.d. í sumarleyfum eða vegna anna - eða einfaldlega verið tölvudeildin sem þig hefur alltaf vantað.

 • Fastur kostnaður
 • Sérhæfð þekking
 • Föst viðvera
 • Ráðgjöf og yfirsýn
 • Stuttur viðbragðstími

Hýsing

Við erum einn stærsti hýsingaraðili landsins og bjóðum allar helstu lausnir í hýsingarmálum, s.s. lénahýsingu, hýsingu á tölvupósti og vefsíðum. Vélasalur okkar er einn sá fullkomnasti á landinu með tilliti til öryggismála og krafna um uppitíma. Allir vefþjónar okkar eru vaktaðir allan sólarhringinn og öll nauðsynleg gögn afrituð reglulega.

 • Lénahýsing
 • Vefhýsing
 • Tölvupósthýsing
 • Öruggur vélasalur
 • Vöktun og afritun

Netlausnir

Hvort sem þú þarft að tengja saman útibú og höfuðstöðvar, fá gott internetsamband, meira erlent niðurhal, uppsetningu á þráðlausu neti eða aðrar breytingar á netbúnaði þíns fyrirtækis, þá aðstoðum við þig með það. Við veljum þann búnað og tengingu sem hentar best hverju sinni.

 • Útibúatengingar
 • Internetsamband
 • Þráðlaus net
 • Búnaður við hæfi

Afritun og vöktun

Mikilvægt er að tryggja aðgengi starfsmanna að þeim gögnum sem vinna þarf með hverju sinni. Það gerum við með því að taka reglulega afrit af gögnum og vakta helstu þjónustu og þjóna. Afrit eru að jafnaði tekin daglega og tæknimenn okkar fylgjast með að það takist og gera reglubundnar prófanir á endurheimtingu gagna. Öll meginþjónusta er vöktuð allan sólarhringinn, alla daga ársins af tæknimönnum á bakvakt.

 • Vöktun grunnkerfa
 • Dagleg afritun
 • Prófanir Premis

Premis ský

Premis-skýið veitir þér aðgang að margskonar þjónustu, þ.á m. VPS netþjónum, póstkerfi o.fl. Með skýinu sjá tæknimenn okkar um allan rekstur undirliggjandi búnaðar og þú færð þá netþjóna eða aðra þjónustu sem þú þarft til að sinna þínum daglega rekstri. Þar sem þjónustan er hýst í einum fullkomnasta vélasal landsins eiga fyrirtæki af öllum stærðum kost á að nýta fullkomnustu tæknina á sanngjörnu verði.

 • Öruggur vélasalur
 • VPS netþjónar
 • Hosted Exchange
 • Lágmarksáhætta
 • Vöktun og afritun

Microsoft leyfi

Mikilvægt er að rétt leið sé valin þegar kemur að Microsoft-leyfum þar sem oftast er um töluverða fjárfestingu að ræða. Við sjáum um úttektir, ráðgjöf og gerð leyfissamninga við Microsoft.

 • Leigusamningar
 • Mánaðargjöld
 • Eignarleyfi
 • Ráðgjöf
 • Úttektir

ÝMIS TÖLFRÆÐI


stofnár

verkefnum lokið 365
dagar

tölvupóstflæði 24
tímar

kaffibollar 24
tímar

Veflausnir og hugbúnaður

Við höfum lagt okkur fram um að finna góðar hugbúnaðarlausnir og búa til góðar  veflausnir.

Sérlausnir

Vantar þig sérlausn fyrir vefinn? Þá mælum við með að þú komir í kaffi til okkar. Við höfum mikla reynslu og góðan grunn til að byggja upp sérstaka lausn fyrir þig. Meðal ánægðra viðskiptavina með sérlausnir frá okkur eru t.a.m. N1, Viðskiptaráð Íslands, Hafnarfjarðarbær og AFS.

 • Félagatal
 • Gæðahandbækur
 • Útdeiling leikskólaplássa

Vefir

Ertu með hugmynd að vef sem þig langar að koma í loftið? Við höfum á okkar snærum mjög færa hönnuði, forritara og ráðgjafa sem geta aðstoðað þig. Vefirnir sem við höfum komið að hlaupa á hundruðum og eru allt frá einföldum vefjum sem settir eru upp á nokkrum dögum upp í stór vefkerfi.

 • Hraðþjónusta á minni vefum
 • Bókunarkerfi
 • Einfalt vefumsjónarkerfi
 • Færir hönnuðir
 • Fimmtán ára reynsla í uppsetningu

ESJA

ESJA er verkbókhaldskerfið sem við höfum boðið upp á síðastliðin 3 ár. Með því er auðvelt að halda utan um verkefni og deila þeim niður á starfsmenn sem skrá tíma sína á verkin. Í lok mánaðar er hægt að keyra verkefni með tímaskráningum yfir í DK. Þetta er aðeins brot af því sem ESJA býður upp á, ef þú óskar frekari upplýsinga er um að gera að hafa samband eða kíkja í heimsókn.

 • Verkbókhald
 • Tímaskráning
 • Verkbeiðnir
 • Tilboðsgerð
 • Tenging við bókhaldskerfi

Hugbúnaður

Við erum einnig endursöluaðilar margskonar hugbúnaðarlausna sem geta einfaldað reksturinn og aukið öryggi hans.

Það sem greinir hið mögulega frá hinu ómögulega er oftast ákvörðun okkar sjálfra.

Hvernig getum við aðstoðað þig?

service

Hvort sem þú leitar að samstarfsaðila til að sjá um öll þín tölvumál, eða til að leysa smærri verk, þá höfum við leið sem hentar. Endilega skoðaðu þjónustuframboðið okkar hjá þessum ágætu herramönnum.

Heildar þjónusta

Heildar þjónusta

Fyrir fasta upphæð á mánuði sjáum við um allt sem tengist tölvumálum fyrirtækisins þíns.

 • Rekstur tölvukerfa
 • Vefsíðugerð
 • Hýsing á vélbúnaði
 • Tölvuský (WMware)
 • Póstþjónusta
 • Vöktun
 • Úttektir
 • Microsoft samningar

Föst mánaðargjöld

Þegar þú nýtir heildarþjónustuna okkar greiðir þú fast mánaðargjald fyrir rekstur og umsjón tölvukerfa. Þú getur gert nákvæmari áætlanir og ef eitthvað fer úrskeiðis erum við með hóp af kerfisstjórum sem hafa allir sérhæft sig á mismunandi sviðum. Þeir bregðast hratt og örugglega við án þess að þú þurfir að hafa áhyggjur af kostnaði.

Aukið upplýsingarflæði til stjórnenda

Við tökum saman skýrslur um stöðu tölvukerfa auk áætlana um endurnýjun og fjárþörf.

Engin binding

Aðstæður geta breyst hratt hjá fyrirtækjum og við leggjum áherslu á sveigjanleika í þjónustu við viðskiptavini okkar. Það er ástæðan fyrir því að binditími er í lágmarki.

Stoðþjónusta

Stoð þjónusta

Í stoðþjónustu veitum við tölvudeildum aðstoð á álagspunktum, þekkingu á ákveðnum kerfum eða afleysingar við frí og veikindi.

 • Traust bakland
 • Úttektir
 • Ráðgjöf við innkaup
 • Stefnumótun
 • Afritun

Þekking

Premis hefur lagt mikla áherslu á að ráða hóp af hæfileikaríku fólki sem er sérhæft á mismunandi sviðum í upplýsingatæknigeiranum.

Frí og veikindi

Það er enginn ómissandi, en ef að eitthvað kemur upp á meðan starfsfólk í tölvudeild er fjarverandi er gott að geta haft gott bakland.

Ráðgjöf

Þegar fyrirtæki þarf að uppfæra kerfi eða yfirfara núverandi kerfi er oft gott að fá utanaðkomandi ráðgjöf. Við búum yfir viðamikilli þekkingu getum örugglega lagt eitthvað til málanna.

Sérlausnir

Sérlausnir

Hvort sem það er sérsmíði eða eitthvað ákveðið í vöruúrvalinu sem þú hefur áhuga á þá er um að gera að hafa samband við okkur og við tökum vel á móti þér.

Fjölbreytt vöruúrval

Premis býður upp á skýrslur um stöðu á tölvukerfum, áætlar endurnýjanir og fjárþörf.

Föst mánaðargjöld

Hér hjá Premis bjóðum við upp á föst mánaðgjöld í rekstur og umsjón á tölvukerfum. Þú getur gert nákvæmari áætlanir og ef eitthvað fer úrskeiðis erum við með hóp af kerfisstjórum sem hafa allir sérhæft sig á mismunandi sviðum sem geta brugðist hratt við án þess að þú þurfir að hafa áhyggjur af kostnaðnum.

Aukið upplýsingarflæði til stjórnenda

Aðstæður geta breyst hratt hjá fyrirtækjum og við viljum sveigja okkur eftir fremsta megni með viðskiptavinum okkar. Það er ástæðan fyrir því að binditími er í lágmarki hjá Premis.

Engin binding

Aðstæður geta breyst hratt hjá fyrirtækjum og við viljum sveigja okkur eftir fremsta megni með viðskiptavinum okkar. Það er ástæðan fyrir því að við binditími er í lágmarki hjá Premis.

Lausnir

logo afs AFS

AFS

AFS er með félagaskráningu og greiðslukerfi sem er sérsmíðað fyrir þau í Jötunn kerfinu okkar. Kerfið getur því haldið utanum upplýsingar um alla sem hafa ferðast á vegum AFS eða tekið á móti nemum á Íslandi. Ásamt því gefur nýja greiðslukerfið þeim möguleika á að halda sjálfvirkt utanum alla greiðslusamninga og er tengt við þau kerfi sem þarf til að tryggja hámarks sjálfvirkni.

 • Félagatal
 • Greiðslusamningar
 • Greiðslugátt
 • Tenging við banka

logo hafnarfjordur HAFNARFJÖRÐUR

HAFNARFJÖRÐUR

Premis vann sérsmíðað lausn fyrir Hafnarfjörð sem einfaldar til muna utanumhald um innskráningar á leikskóla í bæjarfélaginu. Kerfið gefur góða yfirsýn yfir umsækjendur, forgangsraðar, sendir sjálfvirk bréf á foreldra, tengist bókhaldskerfi, leikskólakerfi ásamt mínum síðum hjá Hafnarfjarðarbæ.

 • Umsóknakerfi
 • Innskráning í leikskóla
 • Umsóknir
 • Navision tenging
 • OneSystems tenging
 • Netstjórnanda tenging

logo n1 N1

N1

Premis hefur séð um rekstur tölvukerfis N1 frá því Olíufélagið sameinaðist Bílanausti og öðrum félögum undir merkjum N1 árið 2007. Við sáum um hönnun og uppsetningu tölvukerfa N1 sem byggja þurfti á sameiningu 13 annarra tölvukerfa. Síðan þá hefur kerfið vaxið með uppbyggingu félagsins og þjónustustaða þess um allt land. Þjónustan nær allt frá notendaþjónustu í útibúum um allt land til reksturs vélasala og kjarnakerfa. Við vinnum náið með Upplýsingatæknideild N1 að uppbyggingu og rekstri allra kerfa en deildin sérhæfir sig í virðisaukandi þjónustum félagsins. Þá veitum við N1 víðtæka ráðgjöf á sviði upplýsingatækni.

 • Rekstur kjarnakerfa
 • Þjónusta við notendur
 • Samstarf við upplýsingatæknideild
 • Ráðgjöf

logo orkufjarskipti ORKUFJARSKIPTI

ORKUFJARSKIPTI

Orkufjarskipti hafa notað kerfi frá Premis í 7 ár í utanumhald á verkefnum og verkferlum. Nýverið voru öll kerfin uppfær hjá þeim og eru þeir núna með Esju kerfið sem gefur þeim möguleika að halta utanum tíma og kostnaðarskráningu, ásamt verkefnum og verkferlum. Nýja kerfið tengist svo við bókhaldið sem gerir það að verkum að það sparar mikla vinnu og gefur betri yfirsýn.

 • Verkbókhald
 • Skráning ferla
 • Tímaskráning
 • Kostnaðarskráning
 • Tenging við Bókhald

Hvers vegna að velja Premis ?

Starfsmenn Premis ehf hafa hannað og smíðað ýmsar sértækar forritunar- og kerfislausnir og þannig aðstoðað fyrirtæki við að hagræða í sínum rekstri. Starfsmenn Premis hafa mikla reynslu og menntun í sínu fagi og munu ávallt gæta hagsmuna þíns fyrirtækis.

Stærðin skiptir ekki máli

Hvort sem fyrirtækið þitt er stórt eða lítið getum við boðið þér stórfyrirtækjalausnir.

Við erum snögg

Við leggjum mikið upp úr því að veita hraða og góða þjónustu því það er ekkert gaman að bíða.

Við erum sveigjanleg

Við lögum okkur jafnóðum að breyttum þörfum t.d. samhliða stækkun fyrirtækisins þíns - og stækkum með þér.

Við erum á tánum

Við leggjum mikið upp úr því að bæta stöðugt við þekkingargrunn PREMIS til að geta veitt viðskiptavinum sem besta þjónustu.

HAFÐU SAMBAND

Við erum alltaf með sniðugar lausnir!

Logo Premis

Við erum hér

Hádegismóum 4
110 Reykjavík
Aðalnúmerið 5470000
Söludeild 5470030
Bókhald 5470035
Þjónustudeild 5470040

info@premis.is
Kt. 540199-2569
Vsk. nr. 61001

Sendu okkur línu